Háskóli Íslands

Afbrotafræði

Afbrotafræði - Tveggja daga námskeið 

Hvernig eigum við að bregðast við afbrotum? Hvernig vilja Íslendingar dæma í sakamálum? Eru refsingar á Íslandi of vægar?

Afbrotafræðin er ein grein félagsvísinda sem fæst við spurningar af þessu tagi. Fyrir nokkrum árum var gerð stór rannsókn á afstöðu borgaranna á Norðurlöndum til refsinga sem Ísland tók þátt í. Gerður var samanburður á því hvort almenningur og dómarar væru sammála um refsingar í tilteknum afbrotamálum. Stuðst var við símakönnun, póstlistakönnun, rýnihópa og dómarapanel.

Í námskeiðinu verður farið í helstu þætti rannsóknarinnar. Nemendur fá jafnframt tækifæri til að spreyta sig á nokkrum spurninganna og taka afstöðu til refsinga fyrir tiltekin afbrot.

Kennari: Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.