Háskóli Íslands

Afbrotafræði - Afbrot

Afbrotafræði – Afbrot og viðbrögð.   Tveggja daga námskeið.

Af hverju eru sumir einstaklingar líklegri en aðrir til að brjóta af sér? Af hverju eru sumar borgir hættulegar, með háa tíðni ofbeldisbrota, en aðrar borgir mjög friðsælar?

Í námskeiðinu verður farið yfir helstu skýringar á afbrotum og hvernig er best að bregðast við afbrotum. Við fjöllum sérstaklega um afbrot á Íslandi í samanburði við önnur lönd og leitum skýringa á ákveðnum málum.

Kennari: Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og aðjúnkt við Háskóla Íslands.