Háskóli Íslands

Aldrei meira álag á skráningarkerfi Háskóla unga fólksins

Til þess að bæta þjónustu og auðvelda skráningu í Háskóla unga fólksins var nýtt skráningarkerfi tekið í notkun fyrir skólann núna í sumar. Fyrir auglýstan skráningardag, sem var í dag, hafði kerfið verið prófað miðað við reynslu undanfarinna ára. Því miður réð skráningarkerfið hins vegar ekki við það gríðarlega álag sem varð strax við upphaf skráningar þar sem aðsóknin reyndist langt umfram væntingar. Fleiri en nokkru sinni reyndu að skrá sig á sama tíma.
 
Þrátt fyrir hið gríðarlega álag tókst þó ákveðnum fjölda umsækjenda að skrá sig í skólann. Haft verður samband við þá sem skráðu sig á næstu dögum til að ljúka við skráningar í einstök námskeið og fylla út stundatöflur þar sem upp á vantar. Fjöldi sæta er enn laus og verður m.a. tilkynnt sérstaklega um það á Facebook-síðu Háskóla unga fólksins og hér á heimasíðu ung.hi.is hvenær skráning í laus sæti fer fram.
 
Beðist er innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið umsækjendum um nám í Háskóla unga fólksins og aðstandendum þeirra.