Háskóli Íslands

Annað tækifæri til skráningar í næstu viku

Nú hafa allir þeir, sem tókst að skrá sig eða börn sín í Háskóla unga fólksins í gær, fengið póst með staðfestingu um það. Eins og fram hefur komið er fjöldi sæta enn laus og því fá þeir, sem ekki komust að í gær, annað tækifæri til skráningar í næstu viku. Skráningartíminn verður auglýstur sérstaklega á Facebook-síðu Háskóla unga fólksins og hér á heimasíðunni innan skamms.  
 
Við ítrekum afsökunarbeiðni okkar vegna þeirra óþæginda sem umsækjendur um nám í Háskóla unga fólksins og aðstandendur þeirra urðu fyrir í gær vegna þess mikla álags sem varð á skráningarkerfi skólans.
 
Síðustu ár hafa færri komist að en vilja og það sama blasir við í sumar.
 
Við þökkum þann gríðarlega áhuga sem skólanum er sýndur. Aðsóknin er langt umfram væntingar og sú mesta í sögu skólans. Það er afar gaman að finna þennan mikla áhuga á námi, vísindum og rannsóknum hjá ungu kynslóðinni.