Háskóli Íslands

Biophilia tónvísindasmiðjur - Örnámskeið

Biophilia tónvísindasmiðjur - Örnámskeið

Tónvísindasmiðjurnar eru eintök blanda af vísindum, tónlist og sköpun. Byggt er á smáforritum úr tónverki Bjarkar Guðmundsdóttur, Biophilia.
Þarna sameinast kraftar sjálfrar náttúrunnar, undraveröld tónfræðinnar og sköpunargleði nemenda. 
Kennslan fer meðal annars fram með lifandi vísindatilraunum, tóndæmum og spjaldtölvum. 
Nemendur prófa að skapa sína eigin tónlist og taka virkan þátt í smiðjunum.
 
Umsjónarmenn: Ragna Skinner, tónmenntakennari og Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness