Háskóli Íslands

Bókamenning í hjarta háskólans

Höfundur: 
Anna Sigrún Gunnarsdóttir og Rut Bjarnadóttir

Bókasala Stúdenta, sem er staðsett á Háskólatorgi, selur námsbækur, ritföng, bækur, blöð og vörur merktar HÍ. Þar er rólegt og huggulegt andrúmsloft enda er þar einnig staðsett Bókakaffi Stúdenta. Bókasalan var stofnuð árið 1969 og Bókakaffið bættist við síðasta haust.

Einn af starfsmönnum Bókasölunnar heitir Harpa. Hún seigist hafa byrjað að vinna í bókasölunni fyrir um 10 mánuðum þegar mágur hennar, sem vinnur í bókasölunni, reddaði henni starfinu en hún hafði unnið þar áður í afleysingum þegar hún var í menntaskóla.

 

Harpa hefur mikinn áhuga á bókum og nokkrar af hennar uppáhalds bókum eru t.d. The Children of Húrin eftir J.R.R. Tolkien, Game of Thrones serían eftir George R.R. Martin, sem hún las tvisvar, og Breakfast of Champion eftir Kurt Vonnegut.

Einn af starfsmönnum Bókakaffi Stúdenta, heitir Elísabet, byrjaði að vinna í Bókakaffinu af því að mamma hennar vinnur í Hámu, sem selur matvörur rétt hjá Bókasölunni, og gat hún þannig fengið starf í Bókakaffinu en Elísabet vann áður líka í Hámu. Uppáhalds bókaserían hennar er Harry Potter.

Báðum finnst þær Háskóli Unga Fólksins vera sniðugur, skemmtilegur og fræðandi. Hörpu hefði langað til að fara í skólann, en hún gat það ekki á sínum tíma.