Háskóli Íslands

Dýralíffræði – Hvalafræðsla – Þemadagur

Hvalirnir í Faxaflóa — Hvalafræðsla og hvalaskoðun — Þemadagur

Hvalaskoðun

Á námskeiðinu fara nemendur í hvalaskoðunarferð út á Faxaflóa þar sem fræðst verður um líf og undur hvalanna við Ísland. Faxaflói er heimkynni nokkurra algengra hvalategunda en á sumrin leggur mikill fjöldi þeirra leið sína inn í Faxaflóa, þá einna helst í ætisleit. 
Algengustu hvalategundirnar á þessum slóðum eru hrefnur, hnúfubakar, hnýðingar og hnísur. Á sumrin iðar Faxaflói af lífi og oft er mikið af fuglageri á fæðuslóðum hvalanna. Nemendur fá einnig tækifæri til að fylgjast með hinum fjölmörgu lundum sem búa, líkt og hvalirnir, í Faxaflóa á sumrin. Um borð fá nemendur tækifæri til að kynnast hvalarannsóknum sem stundaðar eru um borð í hvalaskoðunarbátum. 

Á námskeiðinu fara nemendur í hvalaskoðunarferð út á Faxaflóa þar sem fræðst verður um líf og undur hvalanna við Ísland. Faxaflói er heimkynni nokkurra algengra hvalategunda en á sumrin leggur mikill fjöldi þeirra leið sína inn í Faxaflóa, þá einna helst í ætisleit.

Algengustu hvalategundirnar á þessum slóðum eru hrefnur, hnúfubakar, hnýðingar og hnísur. Á sumrin iðar Faxaflói af lífi og oft er mikið fuglager á fæðuslóðum hvalanna. Nemendur fá einnig tækifæri til að fylgjast með hinum fjölmörgu lundum sem búa, líkt og hvalirnir, í Faxaflóa á sumrin. Um borð fá nemendur tækifæri til að kynnast hvalarannsóknum sem stundaðar eru um borð í hvalaskoðunarbátum.

Dagurinn byrjar á fræðilegum hluta í kennslustofu. Eftir hádegi verður farið í hvalaskoðunarferðina og henni lýkur um klukkan 16 við hvalaskoðunarfyrirtækið Eldingu, Ægisgarði 7, 101 Rvk.  

Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði. 

Kennari: Edda Elísabet Magnúsdóttir, aðjúnkt í líffræði við Háskóla Íslands.