Háskóli Íslands

Eðlisfræði

Eðlisfræði — Undur ljóssins - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Kynntar verða tilraunir með ljós, þar sem fyrirbærin skautun, ljósbrot, alspeglun, víxlun og bognun leika lykilhlutverk við að mynda skrautleg mynstur.
 
Meðal tilraunanna verða: litaheimur límbandsins, mynstur UHU-límsins, mæling á hárþykkt og vatnsbunuljósleiðari. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til eigin uppstillingar að sumum tilraununum.
 
Kennari: Ari Ólafsson, dósent við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.