Háskóli Íslands

Efnafræði

Efnafræði á tilraunastofu - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Hvernig má búa til litaturn úr sykurvatni? Eða veggfóðurlím?  Hvernig er hægt að láta vatn rísa inni í tómu glasi og hvernig má búa til hina ýmsu liti í eldhúsinu? Hvort er meira C-vítamín í appelsínusafa eða eplasafa? Hvað er sýra og er hægt að nota hana til að búa til gas?
Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í efnafræðinámskeiði Háskóla unga fólksins. 
Efnafræði fjallar um byggingu og eiginleika hinna ýmsu efna og hvernig efni hvarfast hvert við annað. Fræðigreinin er mjög stór og fjölbreytt því efni eru allt í kringum okkur. Allur matur, lyf, hreinsiefni, tölvur, sprengjur og jafnvel við sjálf erum gerð úr hinum ýmsu efnum.  
Í námskeiðinu munu nemendur gera nokkrar skemmtilegar tilraunir og halda vinnubók. Forvitnir krakkar verða ekki sviknir af þessu námskeiði.
Kennari: Katrín Lilja Sigurðardóttir, meistaranemi í efnafræði við Háskóla Íslands og forsprakki hins landsfræga Sprengjugengis. 
Efnafræði fjallar um byggingu og eiginleika hinna ýmsu efna og hvernig efni hvarfast hvert við annað. Fræðigreinin er mjög stór og fjölbreytt því efni eru allt í kringum okkur. Allur matur, lyf, hreinsiefni, tölvur, sprengjur og jafnvel við sjálf erum gerð úr mismunandi efnum.  
Í efnafræðinámskeiði Háskóla unga fólksins gera nemendur nokkrar áhugaverðar tilraunir og leysa skemmtileg verkefni. Unnið verður inni í kennslustofum efnafræðideildar þar sem nemendur fá að kynnast hinu spennandi umhverfi tilraunastofunnar og vinna sjálfir með efni og áhöld efnafræðinnar.
Til skoðunar verða efni sem allir ættu að þekkja úr umhverfinu, svo sem C-vítamín, vatn, edik og kerti. Við munum líka velta fyrir okkur af hverju blóm, grænmeti og ávextir hafa mismunandi liti og gera skemmtilega tilraun með liti.
 
Forvitnir krakkar verða ekki sviknir af þessu námskeiði.
 
Kennari: Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari í efnafræði við Háskóla Íslands og forsprakki hins landsfræga Sprengjugengis, og Aðalheiður Guðjónsdóttir, verkfræðingur og verkefnisstjóri Verkefnastofu Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.