Háskóli Íslands

Ekkert Wi-Fi í Háskóla Unga fólksins 2015

Höfundur: 
Svandís Bríet Bjarnadóttir, Eva Margit Wang Atladóttir og Freyja Rún Pálsdóttir

Nemendur í Háskóla unga fólksins fá ekki aðgang að þráðlausa internetinu í Háskóla Íslands 10.-13. júní 2015.

Kristín Ása Einarsdóttir, skólastjóri HUF segir ástæðuna vera að nýja reiknistofnunin sem sér um tölvukerfið í HÍ hafi netið lokað nema fyrir nema HÍ, þannig að allir utanaðkomandi, meðal annars nemendur HUF, fá ekki aðgang að netinu.

Við nefndum við hana að í sumum fögum þurfa nemendur á veraldarvefnum að halda og hún svaraði að á næsta ári myndi kannski vera þráðlaust internet bara fyrir nemendur HUF.

Kristín Ása hefur verið Skólastjóri HUF þrisvar sinnum og þykir alltaf jafn skemmtilegt að kynnast nýjum krökkum og leyfa þeim að fá smá innsýn inn í háskólalífið.