Háskóli Íslands

Eldfjallanámskeið

Eldfjallanámskeið - Örnámskeið

Viltu læra nánar um hegðun eldfjalla og af hverju þau gjósa? Af hverju eru eldfjöll bara sumsstaðar í heiminum? Af hverju eru svona mörg eldfjöll á Íslandi? 
 
Í þessu námskeiði munu nemendur læra um eðli eldfjalla og heðgun þeirra. Nemendur fá innsýn í fjölbreytileika ýmissa eldstöðva og helstu einkenni þeirra. Einnig verður fjallað um helstu verkefni eldfjallfræðinga og hvers vegna það er mikilvægt að rannsaka eldfjöll. Nemendur munu fá að skoða algengar afurðir úr eldgosum líkt og gjósku og hraun. 
 
Kennarar: Alma Gytha Huntingdon-Williams og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, meistaranemar í eldfjallafræði við Háskóla Íslands