Háskóli Íslands

FabLab og stafræn tækni

FabLab hreyfingin og stafræn tækni - þemadagur

Viltu læra með því að búa til hluti með stafrænni tækni, ræða við félaga þína um möguleika á því að nota tæknina og verða færari að nota tölvur til að hanna og skilgreina eigin framtíð? Menntunarhreyfingar eins og FabLab hreyfingin býður upp á tól og aðferðir til að gera það – að kynnast 21.aldar færni og skapa sér aukin tækifæri. 
 
Þessi þemadagur fer fram í Fab Lab Reykjavík. Kynntar verða þær hugmyndir sem “maker”hreyfingin byggir á og spáð í hvaða þýðingu þær geta haft fyrir ykkur til framtíðar. Þið fáið kynningu á aðstöðu og tækjum, eins og vinýlskera, leiserskera og þrívíddarprentara, en getið líka prófað ýmsar aðferðir og unnið verkefni eins og tíminn leyfir.
 
Hægt verður að vinna með hugmyndir sem má teikna og skera í vínilskera eða leiserskera, eða móta, skanna og prenta í þrívídd. 
 
Hægt verður að vinna með hugmyndir sem má teikna og skera í vínilskera eða leiserskera, eða móta, skanna og prenta í þrívídd
 
Gott getur verið að taka með sér litla minnisbók til að taka nótur, ef þið viljið.
 
Nemendur mæta beint í Fab Lab Reykjavík sem er staðsett við Austurberg 5, 111 Reykjavík. Mæting kl. 9.00. 
 
Kennarar:  Hafliði Ásgeirsson, tæknifræðingur og Sigurður Fjalar Jónsson, kennari.