Háskóli Íslands

Fjármálahagfræði

Fjármálahagfræði - Virðismat – Tveggja daga námskeið
  
Fjallað verður um hvernig eitthvað getur verið einhvers virði og hvort það sé yfirhöfuð eitthvað sem við getum metið. 
Við skoðum hversu frábrugðið virðismat ólíkra einstaklinga getur verið og hvernig megi færa það yfir á sambærilegan mælikvarða. 
Í námskeiðinu fá nemendur að spreyta sig á ýmsum matsaðferðum og álitamálum sem þeim fylgja.
 
Við lok námskeiðsins ættu nemendur að geta tekið afstöðu til spurninga á borð við hvort hægt sé að meta allt til fjár og ef svo er, hvernig sé þá best að fara að því.
 
Kennari: Ágúst Arnórsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands