Háskóli Íslands

Fornleifafræði

Fornleifafræði - Örnámskeið

Hvað er fornleifafræði? Hvað eru fornleifar? Hvað segja mannvirki, gripir, bein og öskuhaugar okkur um forna tíð?  Hvernig getum við aldursgreint minjar? Hvað geta rannsóknir á jarðfundnum gripum sagt okkur?

Í námskeiðinu fá nemendur að spreyta sig í verkefnum og skoða ýmislegt sem tengist fornleifafræðirannsóknum m.a. fræðast um störf fornleifafræðinga. Nemendur fá að kynnast íslenskri fornleifafræði og þeim rannsóknum sem stundaðar eru hér á landi.

Fornleifafræði er spennandi vísindagrein og verður enn meira spennandi eftir námskeiðið.

Kennari: Hulda Björk Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur og grunnskólakennari.