Háskóli Íslands

Fornleifafræði

Fornleifafræði 

Í námskeiðinu munu nemendur fræðast um hvað fornleifafræðingar gera í störfum sínum. Störf fornleifafræðinga eru fjölbreytt og rannsóknaraðferðir eru margar. Farið verður yfir hvað fornleifafræðingar gera í fornleifauppgröftum, hvernig þeir fara fram, hvaða aðferðum er beitt og hvernig við nýtum þær upplýsingar sem koma fram við fornleifarannsóknir. Einnig verður skoðað hvernig fornleifaskráning  fer fram og hvernig við sjáum fornleifar í umhverfinu.

Nemendur fá að kynnast íslenskri fornleifafræði og þeim rannsóknum sem stundaðar eru hér á landi og hvaða upplýsingar þær rannsóknir gefa okkur um fortíðina. Hvað segja byggingar, gripir, bein og öskuhaugar okkur um fólkið sem lifði  á Íslandi?  Hvað upplýsingar getum við séð um líf einstaklinga út frá beinagrindum?  Hvernig getum við aldursgreint minjar?

Fjallað verður um þessar og ótal margar aðrar spurningar sem fornleifafræðingar leitast við að svara með rannsóknum sínum. Nemendur fá að spreyta sig í verkefnum og skoða ýmislegt sem tengist fornleifarannsóknum.  Fornleifafræði er spennandi vísindagrein og verður enn meira spennandi eftir þetta námskeið.

Kennarar: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur og framhaldsnemi við Háskóla Íslands og Rúna Þráinsdóttir, fornleifafræðingur.