Háskóli Íslands

Fornleifafræði – Þemadagur

Þemadagur í fornleifafræði - Landnám í Reykjavík

Kennsla í Háskóla unga fólksins

Á þemadeginum verður gengið um miðborgina og staðir skoðaðir þar sem fornleifarannsóknir hafa farið fram. Nemendur fá að kynnast fornleifarannsóknum sem hafa staðið yfir í miðbænum.

Farið verður á Landnámssýninguna sem er staðsett á horni Aðalstrætis og Túngötu. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík, sem er aðal þema dagsins. Á sýningunni fá nemendur m.a. að skoða glæsilegan landnámsskála sem var grafinn upp af fornleifafræðingum og marga jarðfundna gripi sem fundust.

Eftir hádegi fræðast nemendur um gripi sem hafa fundist og tengja má við spilamennsku að fornu. Nemendur útbúa sitt eigið spil (Refskák) og spila.

Mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri og séu í viðeigandi skóbúnaði.  

Kennari: Hulda Björk Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur og grunnskólakennari.