Háskóli Íslands

Fornleifafræði – Þemadagur

Þemadagur í fornleifafræði - Landnám í Reykjavík

Kennsla í Háskóla unga fólksins

Á þemadeginum verður gengið um miðborgina og staðir skoðaðir þar sem fornleifarannsóknir hafa farið fram. Nemendur fá að kynnast fornleifarannsóknum sem hafa staðið yfir og eru enn yfirstandandi í miðbænum.
 
Farið verður á Landnámssýninguna sem er staðsett á horni Aðalstrætis og Túngötu. Á sýningunni er fjallað um landnám í Reykjavík, sem er aðal þema dagsins. Á sýningunni fá nemendur m.a. að skoða glæsilegan landnámsskála sem var grafinn upp af fornleifafræðingum og marga jarðfundna gripi sem fundust.
 
Eftir hádegi verður farið á sýninguna Sjónarhóll sem er í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Þar fá nemendur m.a. að spreyta sig við skriftir með tilskornum fjöðurstaf og heimalöguðu jurta- og krækiberjableki á sérverkað bókfell (kálfskinn).
 
Mikilvægt er að nemendur klæði sig eftir veðri og séu í viðeigandi skóbúnaði.  
 
Kennari: Hulda Björk Guðmundsdóttir, framhaldsnemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands.