Háskóli Íslands

„Forritun er skemmtileg“

Höfundur: 
Magdalena Guðmundsdóttir og Lára Sif Þórisdóttir
Á þemadegi í Háskóla unga fólksins er hægt að velja sér fullt af skemmtilegum viðfangsefnum. Fréttamenn Háskóla unga fólksins fóru á stufana og hittu fyrir kennara og nemendur sem voru að forrita. Meðal annars töluðum við við tvo kennara, Guðnýu Guðmundsdóttur og Martin Jónas Björn Swift. Þeir útskýrðu fyrir okkur vefsíðuna Scratch sem er ákveðið forritunarmál þar sem hægt er að setja fram ákveðnar skipanir og leyst einföld verkefni.
 
Við töluðum einnig við tvo nemendur, Guðjón Þór Jósefsson og Anton Björn Mayböc Helgasson. Þeir hafa báðir komið tvisvar sinnum áður í Háskóla unga fólksins og fannst forritun rosalega skemmtileg og vilja starfa við hana þegar þeir verða eldri.