Háskóli Íslands

„Forritun gagnast öllum sama hvaðan þú ert eða hver þú ert“

Höfundur: 
Davíð Örn Sigurðarsson, Róbert Smári Gunnarsson og Eyþór Ernir Magnússon

Nemendur Háskóla unga fólsins hafa loksins það val að geta lært forritun. Martin Swift, kennari námskeiðsins, segir að forritun gagnist öllum sama hvaðan þú ert eða hver þú ert. Hann segist hafa forritað mikið t.d. viðburðarkerfi fyrir skátana í Reykjavík. Hann er upprunalega menntaður sem eðlisfræðingur. Hann er kennari í Háskóla unga fólksins og kennir að auki í eðlisfræði í Breiðholtskóla og er í hjálparsveit skáta í Reykjavík. Í forrituninni hjá Martin er grunninn í forritun tölvuleikja kennd. „Það er mjög mismunandi eftir kynjaskiptingu og mér finnst mjög gaman að vinna með þessum krökkum,“ segir Martin. Honum finnst krakkarnir skemmtilegir, duglegir og áhugasamir.  Honum líkar mjög vel við skólann og segir að þetta sé bara gaman.