Háskóli Íslands

Forritunar þemadagur

Forritunar þemadagur - Langar þig að kynnast leyndardómum tölvunnar?

Nú þegar heimurinn færist stöðugt hraðar inn í veröld hins stafræna, er forritun sífellt nauðsynlegra tæki til að fóta sig. Nemendur í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands ætla að kenna grunnþætti forritunar. Farið verður í einföld atriði Java-forritunarmálsins og HTML-vefforritunar.
 
Þá fá nemendur einnig að kynnast hugsanaferli forritara, spreyta sig á gagnvirkum æfingum og feta sín fyrstu spor í töfralandi tölvunnar. Hver veit nema við forritum lítinn leik?
 
Námskeiðið krefst ekki fyrri reynslu af forritun og er því opið öllum þeim sem hafa minnsta áhuga á tölvum. Þemadeginum verður skipt jafnt milli HTML-vefforritunar og Java-málsins. Helmingur hópsins situr hverja umfjöllun í senn og hóparnir skipta svo um stöð eftir hádegismat. 
 
Kennarar: Sóley Benediktsdóttir, BS-nemi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, og Stefán Gunnlaugur Jónsson, BS-nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands.