Háskóli Íslands

Franska

Franska - Tveggja daga námskeið

Kennslustund í Háskóla unga fólksins

Í Frakklandi er töluð franska. Mörgum finnst franska mjög fallegt tungumál og langar jafnvel að geta tjáð sig á frönsku en alltof oft segir fólk að franskan sé svo erfið. 
 
Í Háskóla unga fólksins ætlum við að skoða hvað það er sem er öðruvísi í tungumálinu, af hverju hefur franskan fengið á sig þann stimpil að hún sé erfitt tungumál.
 
Áherslan í þessu námskeiði er á tungumálið og nemendur kynnast því með því að læra hvernig Frakkar kynna sig og tjá sig um ýmsa hluti.
 
Nemendur læra að segja hvað þeir heita og hvað þeim finnst gaman að gera og margt fleira.
 
Kennari: Hasan Karakilinc, doktorsnemi í frönskum fræðum við Háskóla Íslands.