Háskóli Íslands

Fyrsti skóladagurinn í Háskóla unga fólksins 2014

Fyrsti dagurinn í Háskóla unga fólksins 2014 gekk afskaplega vel.  Nemendur fengu stundaskrárnar sínar, sundpoka merktan skólanum og möppu með skólagögnum í upphafi dags.
Voru svo viðstödd skólasetninguna og settust þar á eftir á skólabekk og sóttu þau fjölmörgu námskeið sem í boði voru. 
Í frímínútum og matarhléi léku þau sér í skipulögðum útileikjum í skeifunni við Aðalbygginguna og fengu hressingu á Háskólatorgi.
Það lifnaði því sannarlega yfir Háskóla Íslands í dag þegar unga kynslóðin lækkaði meðalaldurinn í skólanum svo um munar.