Háskóli Íslands

Háskóla unga fólksins 2020 aflýst.

Háskóli Íslands hefur ákveðið að aflýsa starfi Háskóla unga fólksins sem fram átti að fara í júní 2020.  Þetta er gert vegna takmarkana sem settar verða á samskipti. 
Það er miður að aflýsa í sumar en Háskólinn hefur unnið að kappi með stjórnvöldum, landlækni og sóttvarnalækni við að draga úr smithættu og vill með þessu vinna í þágu öryggis allra, ekki síst unga fólksins.