Háskóli Íslands

Háskólalestin í fjölmiðlum

Fjölmiðlar sýna Háskólalestinni mikinn áhuga þegar hún ferðast um landið, enda vekur hún athygli hvert sem hún fer. Oftar en ekki ratar lestin í fréttir ljósvakamiðlanna. 

 

Fréttastofa Stöðvar 2 leit við þegar Háskólalestin stoppaði í Vestmannaeyjum. Fréttastofan leit meðal annars við hjá Sprengjugengingu og fylgdist með nemendum fikra sig áfram í tölvustuddri hönnun og japönsku. Margt var um manninn og greinilegt að bæði ungir sem aldnir höfðu gaman að heimsókninni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Háskólalestina í Vestmannaeyjum.