Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins 2013

Háskóli unga fólksins (HUF) verður haldinn í tíunda skipti dagana 10. – 14. júní 2013. Allir nemendur í 6. – 10. bekk í grunnskóla geta sótt um en ríflega 300 pláss eru í boði.

Sem fyrr verða ótal námskeið í boði af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands fyrir unga og fróðleiksþyrsta nemendur.

HUF hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar hafa þá lagt undir sig háskólasvæðið og sett einstakan svip á umhverfið.

Hægt er að fylgjast með Háskóla unga fólksins á Facebook.