Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins 2014

Háskóli unga fólksins (HUF) 2014 verður starfræktur dagana 10. - 14. júní. 
Í ár verður skólinn frá þriðjudegi til laugardags. Nemendur taka þrjú námskeið, einn þemadag og eitt örnámskeið. Laugardaginn 14. júní verður lokahóf og vísindaafmæli í Háskólabíó og þann dag eru foreldrar/forráðamenn og systkini velkomin með. 
 
Fróðleiksþyrstir nemendur Háskóla unga fólksins taka námskeið af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.
 
Hér má sjá dæmi um stundatöflu nemanda.  
 
 
HUF er fyrir nemendur í 6. - 10. bekk grunnskóla, í ár fyrir börn og unglinga fædd 2002-1998. Skipt er í eldri og yngri hópa, yngri 12-13 ára (f. 2001-2002) og eldri 14-16 ára (f. 1998-2000). 
HUF hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004 og fagnar skólinn því 10 ára afmæli í ár. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar hafa þessa viku í júní lagt undir sig háskólasvæðið ár eftir ár og sett einstakan svip á umhverfið.
 
Einnig er hægt að fylgjast með Háskóla unga fólksins á Facebook.