Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins 2019

Háskóli unga fólksins 2019 verður haldinn dagana 11.-14. júní.  Skólinn er fyrir nemendur í 6. - 10. bekk grunnskóla, fædd 2003 - 2007. 
 
Skráning í Háskóla unga fólksins 2019 hefst miðvikudaginn 22. maí kl. 17:00 og fer eingöngu fram rafrænt hér.  Mörg námskeið fyllast á nokkrum klukkustundum daginn sem skráning hefst.   
Endilega fylgist með Háskóla unga fólksins á Facebook. Þar má sjá enn fleiri myndir af starfinu síðustu ár.   
 
Nemendur geta valið úr tæplega 60 námskeiðum af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Tilfinningar og geðheilsa, vísindin og framtíðin, blaða- og fréttamennska, hreint haf, táknmálsfræði og eðlisfræði  verða meðal námskeiða í sumar. Námskeiðalistinn er í mótun og verður tilbúinn í byrjun maí og þá má lesa um öll námskeiðin hér.
 
Háskóli unga fólksins verður starfræktur í sextánda sinn í sumar en skólinn hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal ungu kynslóðarinnar undanfarin ár. Nemendur í skólanum kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands og á milli þess að kynna sér fjölmargar fræðigreinar skemmta nemendur sér í skipulögðum leikjum á túninu fyrir framan Aðalbyggingu. 
 
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Háskóla unga fólksins 2018. 
 
Hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar!