Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins 2019

Háskóli unga fólksins 2019 verður haldinn dagana 11.-14. júní.  Skólinn er fyrir nemendur í 6. - 10. bekk grunnskóla, fædd 2003 - 2007. 
 
Skráningar hefjast um miðjan maí og verður nákvæm dagsetningin auglýst vel þegar nær dregur.  Endilega fylgist með Háskóla unga fólksins á Facebook. Þar má sjá enn fleiri myndir af stafinu síðustu ár.   
 
Um 370 nemendur sóttu Háskóla unga fólksins 2018 og gátu nemendur valið úr 58 námskeiðum af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Frumkvöðlafræði, hjúkrunarfræði, kvikmyndafræði , ritlist – ritsmiðja, sjálfsmyndarýni og sjúkraþjálfun voru á meðal nýrra námskeiða sl. sumar. 
 
Háskóli unga fólksins verður starfræktur í sextánda sinn næsta sumar en skólinn hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal ungu kynslóðarinnar undanfarin ár. Nemendur í skólanum kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands og á milli þess að kynna sér fjölmargar fræðigreinar skemmta nemendur sér í skipulögðum leikjum á túninu fyrir framan Aðalbyggingu. 
 
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá Háskóla unga fólksins 2018. 
 
Hlökkum til að sjá ykkur næsta sumar!