Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins hafinn

Háskóli unga fólksins fór svo sannarlega vel af stað í dag og við erum hrikalega ánægð með þennan stóra og fjölbreytta hóp sem sækir skólann í ár. Setning Háskóla unga fólksins 2016 gekk eins og í sögu. Nemendur streymdu á Háskólatorg og fengu afhenta stundaskrá og HUF poka. Þá var setningarathöfn þar sem farið var yfir skipulag næstu daga.
 
Nú eru allir komnir í fyrsta námskeiðið. Kristinn Ingvarsson ljósmynda kíkti í tíma til að fanga stemminguna. Svo þarf auðvitað að slaka á og fara í leiki í frímínútum, líka í háskóla!