Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins hafinn

Háskóli unga fólksins fór sannarlega vel af stað í dag, bæði með góðu veðri og vel heppnaðri skólasetningu.  Í upphafi fengu allir nemendur afhenta stundaskrá og HUF poka með skólagögnum. Þá var setningarathöfn þar sem farið var yfir skipulag næstu daga. Um 350 nemendur mættu galvaskir til að kynna sér hinar ýmsu fræðigreinar af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands og halda því áfram fram á föstudag.   Í frímínútum og hádegishléi viðruðu nemendur sig í hinum ýmsu leikjum framan við Aðalbyggingu í blíðskaparveðri.

Kristinn Ingvarsson ljósmynda kíkti í tíma til að fanga stemminguna. Svo þarf auðvitað að slaka á og fara í leiki í frímínútum, líka í háskóla!

Fylgist endilega með facbook síðu Háskóla unga fólksins og Snapchat: huf_hi