Háskóli Íslands

Háskóli unga fólksins hlaut Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar 2016

Háskóli unga fólksins hlaut Fræðslu- og vísindaviðurkenningu Siðmenntar 2016. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Háskóla Íslands.
Starfsfólk og kennarar Háskóla unga fólksins þakka kærlega fyrir þessa miklu viðurkenningu sem er sannarlega hvatning til að halda áfram að miðla fræðum og vísindum til ungs fólks á lifandi og leikandi hátt.
 
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands veitti verðlaununum viðtöku ásamt starfsfólki Markaðs- og samskiptasviðs.
Jóhann Björnsson, formaður Siðmenntar afhenti viðurkenninguna og eru myndinar teknar við þetta ánægjulega tilefni.