Háskóli Íslands

Heilsa og heilbrigði – Þemadagur

Heilsa og heilbrigði

Finnst þér mannslíkaminn áhugaverður? Langar þig að fræðast um heilbrigði og heilsu og kynnast spennandi viðfangsefnum heilbrigðisstarfsfólks? 
 
Við ætlum að eyða deginum í að skoða ýmsar hliðar heilbrigðisvísinda. Við fáum til dæmis að skyggnast bakvið tjöldin hjá lífeindafræðingum, næringarfræðingar sýna okkur af hverju við þurfum að borða, matvælafræðingar koma okkur á óvart, við fáum að bregða okkur í hlutverk hjúkrunarfræðinga, hugum að tannheilsu og fáum jafnvel að grípa í tannlæknaborinn!
 
Nemendur mæta í Læknagarð, Vatnsmýrarvegi 16, við Landspítala, kl. 9.00    Þeir sem vilja ganga frá Háskólatorgi mæta kl. 8.40 og ganga með starfsmanni í Læknagarð sem tekur u.þ.b. 20 mínútur. Þá er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.
 
Hlökkum til að sjá þig í Læknagarði.