Háskóli Íslands

Heilsa og heilbrigði – Þemadagur

Heilsa og heilbrigði

Finnst þér mannslíkaminn áhugaverður? Langar þig að fræðast um heilbrigði og heilsu og kynnast spennandi viðfangsefnum heilbrigðisstarfsfólks? 
 
Dagurinn hefst á sameiginlegum fyrirlestri þar sem við fáum innsýn í fjölbreytt starf læknisins. Þá tekur við hópavinna þar sem við skoðum ýmsar hliðar heilbrigðisvísinda. Við kynnumst til að mynda sálfræði og vinnum skemmtilegt verkefni í tengslum við hana, við hugum að tönnum og tannheilsu og fáum jafnvel að prófa borinn, og margt fleira spennandi.
 
Hlökkum til að sjá þig í Læknagarði.