Háskóli Íslands

Heilsa og heilbrigði – Þemadagur

Heilsa og heilbrigði - Heilsan skiptir öllu máli - Þemadagur

Leikur þér forvitni á að vita meira um mannslíkamann og hvernig við höldum honum sem heilbrigðustum? Langar þig að vita út á hvað starf fólks í heilbrigðiskerfinu gengur?

Við verjum spennandi degi í að skoða ýmsar hliðar heilbrigðisvísinda. Næringafræðingar sýna okkur ýmislegt áhugavert sem tengist næringu. Matvælafræðingar kenna okkur eitthvað nýtt um ferli við að framleiða matvæli. Við fáum að kynnast starfi hjúkrunarfræðinga, tannlækna og lífeindafræðinga á lifandi hátt. 

Nemendur mæta í Læknagarð, Vatnsmýrarvegi 16, við Landspítala, kl. 9.00. Þeir sem vilja ganga frá Háskólatorgi mæta kl. 8.40 og ganga með starfsmanni í Læknagarð sem tekur u.þ.b. 20 mínútur. Þá er mikilvægt að klæða sig eftir veðri og vera í viðeigandi skóbúnaði.

Hlökkum til að sjá þig í Læknagarði.