Háskóli Íslands

Heimspeki

Hvað er heimspeki?

Í námskeiðinu takast nemendur á við fjölbreytileg og skemmtileg verkefni sem örva hugsunina og hvetur nemendur til sjálfstæðrar hugsunar. Framkvæmd námskeiðsins miðar að beitingu heimspekilegrar hugsunar í gegnum skapandi verkefni, t.d. með því að lifa sig inn í nýjan heim og búa til listaverk og gjörning með heimspekilegu ívafi. Markmið námskeiðsins er að efla gagnrýna hugsun samhliða skapandi hugsun og styrkja nemendur til að sjá möguleikana í aðstæðum þar sem leiðirnar eru ekki alltaf augljósar. 
Kennarar: Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir, meistaranemar í heimspeki

Heimspekin er gömul fræðigrein sem hefur glímt við grundvallarspurningar mannlegrar tilvistar undanfarin 2400 ár, í það minnsta.

Í námskeiðinu verður stiklað á stóru yfir sögu heimspekinnar og ólíkar spurningar hennar skoðaðar. Nemendur fá tækifæri til að kljást við spurningar líkt og „Erum við til?“, „Hvernig getum við vitað að heimurinn sem við skynjum sé raunverulegur?“ og „Hvernig getum við þekkt rétt frá röngu?“ Í tengslum við það verður sjónum beint að kvikmyndaheimspeki og viðfangsefni hennar.

Í námskeiðinu fá nemendur einnig að kynnast heimspekilegri samræðu og grundvallaatriðum gagnrýninnar og heimspekilegrar hugsunar. Þá er skoðað hvernig við færum rök fyrir skoðunum okkar, hvernig við myndum okkur skoðun, hvað eru gild og réttmæt rök, og helstu einkenni rökvillna. 

Kennarar: Emma Björg Eyjólfsdóttir og Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemar í heimspeki við Háskóla Íslands