Háskóli Íslands

Heimspeki – Þemadagur

Heimspekiþemadagur – Hvað er satt?

Hvað er sannleikurinn? Er hann yfirhöfuð til? Eða eru til margir “sannleikar”? Það er kannski satt að ég borðaði brauð með osti í gær en hvernig veit ég hvort það sé satt að brauð sé gott og hollt? Hvernig vitum við hvað er satt og hvað ekki á veraldarvefnum?

Ein af aðferðum heimspekinnar er að spyrja spurninga um allt mögulegt til þess að gera sér betur grein fyrir heiminum. Á þessum þemadegi ætlum við að velta fyrir okkur hvernig við vitum hluti, núna þegar upplýsingar flæða allt í kringum okkur! Við byrjum á því að skoða hvernig vísindi byggja upp staðreyndir með skemmtilegum vísindaleikjum.

Seinni hluta dags ætlum við koma auga á hvernig upplýsingar leynast víða í umhverfinu í gegnum óvænta leiki. Þá ætlum við í vettvangsferð þar sem fréttir og fjölmiðlar verða í fyrirúmi og fá svör við því hvernig við getum greint á milli traustverðugarfrétta og t.d. aprílgabbs!

Kennarar: Nanna Hlín Halldórsdóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemar í heimspeki við Háskóla Íslands.