Háskóli Íslands

Heimspekileg og gagnrýnin hugsun

Heimspekileg og gagnrýnin hugsun - örnámskeið 

Í námskeiðinu takast nemendur á við fjölbreytileg og skemmtileg verkefni sem örva hugsunina og hvetur nemendur til sjálfstæðrar hugsunar. Framkvæmd námskeiðsins miðar að beitingu heimspekilegrar hugsunar í gegnum skapandi verkefni, t.d. með því að lifa sig inn í nýjan heim og búa til listaverk og gjörning með heimspekilegu ívafi. Markmið námskeiðsins er að efla gagnrýna hugsun samhliða skapandi hugsun og styrkja nemendur til að sjá möguleikana í aðstæðum þar sem leiðirnar eru ekki alltaf augljósar. 
Kennarar: Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir, meistaranemar í heimspeki
Í þessu námskeiði læra nemendur um aðferð heimspekinnar við að setja fram og kljást við ólíkar spurningar. Heimspeki er ákveðin leið til að hugsa um heiminn og öll vísindi og fræði eiga rætur sínar að rekja til heimspekinnar.
 
Í námskeiðinu er dregin fram þessi hversdagslega hlið heimspekinnar - hvernig hún er allt og allstaðar - og hagnýtt gildi hennar fyrir okkur sjálf jafnt sem og framtíð okkar. Heimspekileg hugsun er þá einn af lykilþáttunum til að takast á við spurningar í tengslum við mikilvægi þætti líkt og hlýnun jarðar, fjölmenningarsamfélagið og öra þróun í tækni og vísindum svo eitthvað sé nefnt. 
 
Í námskeiðinu eru nemendur leiddir áfram í umræðum í tengslum við tiltekið viðfangsefni sem þau velja sjálf. Viðfangsefnið getur verið af ýmsum toga en spurningarnar sem settar eru fram eru heimspekilegar og þær þá rannsakaðar með augum heimspekinnar. Nemendur fá þá innsýn í aðferðafræði heimspekinnar, heimspekilega og gagnrýna hugsun, og hvernig þeir geta sjálfir beitt henni á hvað sem er. En heimspekileg hugsun er eitthvað sem við þjálfumst í og tileinkum okkur.
 
Frábært námskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á flóknum spurningunum og leiðum til að varpa ljósi á þær. 
 
Kennari: Elsa Haraldsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands