Háskóli Íslands

Hjúkrunarfræði

Hjúkrunarfræði - Heilsa og veikindi - Örnámskeið

Hjúkrunarfræðingar sinna fólki frá vöggu til grafar, bæði heilbrigðu fólki og sjúku. En hvað felst í starfi hjúkrunarfræðinga og hvar vinna þeir?
 
Í námskeiðinu fá nemendur innsýn í hvernig hjúkrunarfræðingar meta veikt fólk og þeir fá tækifæri til að spreyta sig á þeim aðferðum sem hjúkrunarfræðingar nota. Nemendur fá einnig að kynnast því hvernig lífsmörk (blóðþrýstingur, púls og öndun) eru mæld og einnig munu þeir læra um meðferð sára.
 
Kennari: Sigríður Zoëga, lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands