Háskóli Íslands

Hreint haf

Hreint haf - Tveggja daga námskeið
 
Væri hægt að búa á jörðinni án hafsins? Er bara eitt haf á jörðinni? Hvaðan kemur súrefnið sem við öndum að okkur? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050? Hvaða áhrif hefur plastmengun á lífið í sjónum? 
 
Á námskeiðinu læra nemendur um mikilvægi hafsins fyrir allt líf á jörðinni og að tilvera manna og hafsins er bundin órjúfanlegum böndum. Við skoðum örplast í smásjá, tökum málin í okkar hendur og höfum áhrif. 
 
Kennari: Margrét Hugadóttir, fjölmenningarfræðingur, náttúrufræðikennari og sérfræðingur hjá Landvernd.