Háskóli Íslands

HUF 2007

Dagana 11. - 15. 2007 breyttist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gafst vísindamönnum framtíðarinnar, fæddum á árunum 1991-1995, kostur á því að sækja fjölda námskeiða og ferðast um undraveröld þekkingarinnar með vísindamönnum HÍ. Þátttakendum var skipt í tvo hópa eftir aldri og hver þátttakandi gat sótt nokkur námskeið. Á síðasta degi HUF var haldin brautskráningarhátíð.

Dæmi um námskeið HUF í júní 2007:

Darwin og DNA - Mynda breytilegar erfðir fjölbreytileika lífsins? Kennari: Katrín Halldórsdóttir, framhaldsnemi í líffræði.

Smíði legoróbóta. Kennarar: Tómas Rasmus grunnskólakennari í Salaskóla og Helgi Þorbergsson dósent við tölvunarfræðiskor Háskóla Íslands.

Menning hversdagsins: Brandarar, flökkusagnir, graffíti og tattú. Kennari: Bryndís Björgvinsdóttir, framhaldsnemi í þjóðfræði.

Tilraunir með ljós. Kennari: Ari Ólafsson, dósent í tilraunaeðlisfræði.

Hvað má og hvað má ekki? Hvað eru lög og reglur? Kennari: Daníel Isebarn Ágústsson héraðsdómslögmaður.