Háskóli Íslands

HUF 2008

Sumarið 2008 voru 250 nemendur skráðir í Háskóla unga fólksins. Háskóli Íslands breyttist í Háskóla unga fólksins dagana 9. - 13. júní 2008.

Í boði voru stutt og hnitmiðuð námskeið úr ýmsum deildum HÍ. Meðal annars voru í boði námskeið í afbrotafræði, fornaldarsögu, hugbúnaðarverkfræði, menningarfræði, nýsköpunarmennt, sanskrít, tónmennt og þróunarfræði.

Nemendum var skipt í tvo hópa eftir aldri og valdi hver nemandi sér sex námskeið og einn þemadag.