Háskóli Íslands

HUF 2009

Sumarið 2009 voru 300 nemendur skráðir í Háskóla unga fólksins sem var þá nýtt aðsóknarmet. Háskóli Íslands breyttist í Háskóla unga fólksins dagana 8. - 12. júní 2009. Í boði voru ýmis stutt og hnitmiðuð námskeið frá öllum fræðasviðum HÍ.

Skólinn hófst alla daga klukkan 9 nema fyrsta daginn þegar skólasetning hófst klukkan 8:30.

Eins og endranær vísuðu starfsmenn skólans nemendum á rétta staði og aðstoðuðu þá sem þurfti. Starfsmenn voru auðþekkjanlegir í merktum bolum.