Háskóli Íslands

HUF 2010

Háskóli unga fólksins var með öðrum brag árið 2010 en á árunum áður. Nemendum og kennurum 6. til 10. bekkjar grunnskóla var boðið í eftirminnilega ferð á vettvang vísindanna. Þátttaka var ókeypis meðan húsrúm leyfði en 1.500 nemendur námu við skólann og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Tekið var á móti skólahópum á Háskólasvæðinu með lifandi dagskrá um heima og geima vísinda þar sem óvæntir viðburðir og ótrúlegar uppákomur biðu gesta.


Heimsókn hvers hóps/bekkjar tók um 80 mínútur og var víða komið við, bæði innan dyra og utan. Ferð skólahópa á vettvang vísindanna tengdust með skemmtilegum hætti heimsókn í Tilraunalandið, sem var samstarfsverkefni Norræna hússins og Háskóla Íslands. 
Það má með sanni segja að vísindin hafi lifnað við í Vatnsmýrinni vorið 2010!

Nánari upplýsingar um HUF 2010, Á vettvangi vísindanna.