Háskóli Íslands

HUF 2013

Háskóli unga fólksins var haldinn 10. - 14. júní 2013. Þetta ár voru það nemendur fæddir 1997-2001 (6.-10. bekk grunnskóla) sem áttu kost á því að sækja skólann heim.

Um 300 nemendur sátu námskeið í þeim fjölmörgu fögum sem boðið var uppá og hver og einn nemandi útbjó sína eigin stundatöflu með 6 námskeiðum og einum þemadegi. 

Einnig var boðið upp á grillveislu, fjöltefli, útileiki og fleira skemmtilegt.