Háskóli Íslands

HUF 2014

Háskóli unga fólksins fagnaði 10 ára afmæli 2014 en hann hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar sátu skólann dagana 10. - 14. júní og voru það nemendur fæddir 1998-2002 (6.-10. bekk grunnskóla) sem áttu kost á því að sækja skólann heim þetta ár.
 
Viðburðaríkri viku lauk með glæsilegri lokahátíð og vísindaafmæli í Háskólabíó. Allir nemendur fengu viðurkenningarskírteini og tóku í hönd skólastjóra Háskóla unga fólksins og rektors Háskóla Íslands.
Brynjar Dagur sigurvegari Ísland got talent var með glæsilegt dansatriði. Tekin var hópmynd og svo blásið til afmælisveislu þar sem allir fengu afmælisköku.
 
Veglegt vísindaafmæli var í kjölfarið þar sem nemendur, foreldrar/forráðamenn og systkyni upplifðu lifandi vísindamiðlun. Þar var meðal annars boðið upp á japanska búninga og skrautskrift, leiki og þrautir, heimspekivangaveltur, hjartahnoð á dúkkum, stjörnutjald, ýmis tæki og tól, furðuspegla, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir.