Háskóli Íslands

HUF 2015

Háskóli unga fólksins var haldinn 10. - 13. júní 2015. Þetta ár voru það nemendur fæddir 1999-2003 (6.-10. bekk grunnskóla) sem áttu kost á því að sækja skólann heim.
 
Um 350 nemendur útbjuggu sína eigin stundatöflu og völdu í hana fjölda námskeiða af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. 
 
Milli kennslustunda var farið í útileiki, spjallað og spilað, farið í grillveislu og fleira skemmtilegt. 
 
Í lokin var haldin glæsileg lokahátíð í Háskólabíó þar sem allir fengu afhent viðurkenningarskýrteini fyrir þátttökuna.