Háskóli Íslands

Hugmyndasaga

Hugmyndasaga - Tveggja daga námskeið 

Í námskeiðinu takast nemendur á við fjölbreytileg og skemmtileg verkefni sem örva hugsunina og hvetur nemendur til sjálfstæðrar hugsunar. Framkvæmd námskeiðsins miðar að beitingu heimspekilegrar hugsunar í gegnum skapandi verkefni, t.d. með því að lifa sig inn í nýjan heim og búa til listaverk og gjörning með heimspekilegu ívafi. Markmið námskeiðsins er að efla gagnrýna hugsun samhliða skapandi hugsun og styrkja nemendur til að sjá möguleikana í aðstæðum þar sem leiðirnar eru ekki alltaf augljósar. 
Kennarar: Kristian Guttesen og Ylfa Björg Jóhannesdóttir, meistaranemar í heimspeki
Í námskeiðinu verða hugmyndir sem breyttu heiminum skoðaðar til þess að koma auga á hvernig að það sem okkur þykir sjálfsagt í dag var einu sinni aðeins hugmynd á borði eða í huga. Skoðað verður hvernig að hugmyndir um fegurð, samskipti, grín og mat, svo dæmi séu tekin, verða að viðteknum hugmyndum sem þykja sem skrifaðar í stein þó svo að siðir og venjur
annarra svæða séu gerólíkar.
 
Sumt sem þykir skrýtið í dag þótti einu sinni sjálfsagt. Eins og karlar á háum hælum. Sumt þykir sjálfsagt annars staðar á plánetunni sem þykir skrýtið hér, eins og vinir að leiðast út á götu.
 
Fræði og hugmyndir allar sem við lærum í skólum, lesum í bókum, sjáum í sjónvarpinu eða á Internetinu breyta því hvernig að við högum okkar daglega lífi, hverja við vingumst við og hvernig við tölum við hvort annað.
 
Námskeiðið byggist á samræðu nemenda um eigin líf, áhuga og dægurmenningu til þess að reyna að skoða hvaðan hugmyndirnar koma!
 
Kennari: Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktorsnemi í heimspeki við Háskóla Íslands