Í dag var síðasti dagurinn í Háskóla unga fólksins 2023.

Nemendur sóttu tvö námskeið fyrir hádegi og var mikið um að vera. Sátu nemendur m.a. námskeið í skurðlækningum, heimsmarkmiðunum, heimspeki og kvikmyndum, endurlífgun, íþrótta- og heilsufræði, efnafræði og nýsköpun. Þá fengu öll afhent viðurkenningarskírteini og tóku þátt í skoðanakönnun.

Eftir allan fróðleikinn streymdu nemendur að Háskólatorgi þar sem starfsmenn grilluðu pylsur fyrir unga fólkið. Eftir grillveisluna tóku nemendur þátt í útileikjum framan Aðalbyggingu og þar spreyttu nemendur sig í hópleikjum, ofurþrautabraut og á fussball-fótboltaborði áður en þeir héldu til síns heima með ýmsar nýjar hugmyndir og þekkingu í farteskinu.

Við þökkum kærlega fyrir samveruna síðustu daga og getum varla beðið eftir næsta sumri og enn fleiri nemendum í Háskóla unga fólksins.

Myndir frá því í dag og síðustu daga má finna á slóðinni hér.

Image
Háskóli unga fólksins 2023