Tölvuleikjahönnun

Námskeið í 90 mín. 

Á námskeiðinu verður farið yfir mikilvæg skref sem þarf að hafa í huga þegar kemur að hönnun tölvuleikja. Nemendur fá aðgang að einfaldri útgáfu af tölvuleik sem þeir fá tækifæri til að gera eigin útfærslu á. Lögð er áhersla á tilraunir, skapandi hugsun og að þau sjái hvernig þeirra ákvarðanir geta haft áhrif á upplifun spilara á leiknum þeirra.

Nemendur fá að kynnast því að vinna með sérsmíðaðan hugbúnað til þess að gera uppfærslur á sinni hönnun, s.s. hljóði, hraðabreytingum, litum, ögnum (e. particles) og öðrum minni breytingum.

Leiðbeinendur námskeiðsins munu stuðla að einstaklingsmiðaðri kennslu til að mæta nemendum með ólíka reynslu og þekkingu á viðfangsefninu. Þannig geta allir prófað að dýfa litlu tánni í undraheima forritunar.

Þema 180 mín.

Á þemadegi verður farið yfir allt grunnnámskeiðið og að því loknu er farið í vettvangsferð í höfuðstöðvar CCP í Grósku. CCP er stærsta tölvuleikjafyrirtæki á Íslandi. Þar fær hópurinn kynningu á fyrirtækinu, vinnuaðstöðu og að hitta fólk sem vinnur við tölvuleikjagerð.

Hér má sjá vefsíðu námskeiðsins og verkefni nemenda 2023

Titill
Hvernig námskeið

Texti
  • Námskeið í 90 mín
  • Þema í 180 mín
Mynd
Image