Háskóli Íslands

Kínversk fræði

Kínversk fræði - Tveggja daga námskeið

Á námskeiðinu mun verða kennd grunnatriði í kínverskri tungu. Kenndur framburður og PINYIN hljóðritunarkerfið, sem er grunnurinn að því að ná tökum á framburði verður kynnt. Við munum æfa nokkra einfalda frasa og læra að syngja einfalt lag á kínversku. Einnig verður kínverska ritmálið kynnt og nemendur munu fá að spreyta sig á að skrifa nokkur tákn og læra af hverju það er ekki eins erfitt og ætla mætti að lesa og skrifa þessi framandi myndtákn. Svo munum við fræðast um landið og staðhætti, menningu og árþúsunda langa sögu, hin ýmsu þjóðarbrot, trúarbrögð og heimspeki. Í stuttu máli, bæði um forna hámenningu og ótrúlega hraða nútímavæðingu þessa framandi menningarheims, en Kína er ekki aðeins fjölmennasta ríki veraldar, heldur og annað stærsta og mest ört vaxandi hagkerfi heims.
Kennari: Magnús Björnsson MA, stundakennari og forstöðumaður Konfúsíusarstofnunar

Á námskeiðinu verða kennd grunnatriði í kínverskri tungu. Kenndur verður framburður og kynnt PINYIN-hljóðritunarkerfið, sem er grunnurinn að því að ná tökum á kínverskum framburði. Við æfum nokkra einfalda frasa og lærum að syngja einfalt lag á kínversku. Einnig verður kínverska ritmálið kynnt og nemendur fá að spreyta sig á að skrifa nokkur tákn og læra af hverju það er ekki eins erfitt og ætla mætti að lesa og skrifa þessi framandi myndtákn.

Við fræðumst um landið og staðhætti, menningu og árþúsunda langa sögu, ýmis þjóðarbrot, trúarbrögð og heimspeki. Í stuttu máli lærum við bæði um forna hámenningu og ótrúlega hraða nútímavæðingu þessa framandi menningarheims, en Kína er ekki aðeins fjölmennasta ríki veraldar heldur einnig næststærsta hagkerfi heims og það sem vex hraðast.

Kennari: Þorgerður Anna Björnsdóttir, BA í kínverskum fræðum og verkefnisstjóri við Konfúsíusarstofnun Háskóla Íslands