Háskóli Íslands

Konan á merkinu er Pallas Aþena

Höfundur: 
Halla, Kristín og Berglind

Margir velta kannski fyrir sér hvaða kona þetta er á merki Háskóla Íslands. Jón Atli Benediktsson veit allt um það. Jón Atli er aðstoðarrektor vísinda-kennslu við Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði. Fyrsta júlí verður hann svo rektor Háskóla Íslands.

„Konan á merki Háskóla Íslands er Pallas Aþena sem er  þekkt úr grísku sögunni. Aþena var dóttir Seifs og viskugyðjunnar Metisar en Seifur gleypti hana“ segir Jón.

Við spurðum Jón hvers vegna það væri kona á merkinu en ekki karl. Hann sagði að þetta væri nú bara grískt merki sem margir nota svo það væri ekki spurning hvort þetta væri karl eða kona.