Háskóli Íslands

Kynjafræði

Kynjafræði - Tveggja daga námskeið 

Hvað er karlmennska og kvenleiki? Og hvað meinar fólk þegar það talar um femínisma? En feðraveldið? Hvað eru staðalmyndir og hvernig birtast staðalmyndir um kynin, fatlað fólk og hinsegin fólk? Megum við vera eins og við viljum eða eru allskonar þættir sem reyna að stýra okkur í tilteknar áttir, t.d. eftir kyni, stöðu, uppruna og kynhneigð? Og hvað koma fornöfn málinu við? Við pælum í þessu og ýmsu öðru í kynjafræði í Háskóla Unga Fólksins.
 
Markmið kynjafræðikennslunnar í Háskóla unga fólksins er að færa nemendum tæki til þess að greina stöðu kynjanna og setja í samhengi við eigið líf. Fjallað verður um birtingarmyndir misréttis í samfélaginu m.a. út frá auglýsingum, samfélagsmiðlum, völdum og forréttindum, stjórnmálum, fordómum og ofbeldi. Einnig verður fjallað um tækifæri til andófs og breytinga.
 
Kennarar: Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi HÍ og doktorsnemi í kynjafræði, og Ásta Jóhannsdóttir, félagsfræðingur og nýdoktor í félags og mannvísindadeild Háskóla Íslands.