Háskóli Íslands

Kynjafræði

Kynjafræði 

Hvað þýðir að vera strákastelpa? Eða stelpustrákur? Er annað meira töff en hitt? Hvernig birtast staðalímyndir um kynin, fatlað fólk og hinsegin fólk? Afhverju er veruleikinn okkur svona photoshoppaður? Býður hann upp á fjölbreytileika mannlífs sem fær að blómstra á eigin forsendum eða eigum við öll að vera alveg eins? Megum við vera eins og við viljum, óháð kyni, stöðu og uppruna? Verðum við að feta veg karlmennskunnar ef við erum strákar og veg kvenleikans ef við erum stelpur? Hvað með intersex og trans? Og hvað koma fornöfn málinu við?
 
Markmið kynjafræðikennslunnar í Háskóla unga fólksins er að færa nemendum tæki til þess að greina stöðu kynjanna og setja í samhengi við eigið líf. Fjallað verður um birtingarmyndir ójafnréttis í samfélaginu m.a. út frá auglýsingum, samfélgasmiðlum, völdum og forréttindum, stjórnmálum, klámvæðingu og ofbeldi. 
 
Kennari: Lára Rúnarsdóttir, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands