Háskóli Íslands

Kynjafræði

Kynjafræði - Tveggja daga námskeið og örnámskeið

Hvað þýðir að vera strákastelpa? En stelpustrákur? Er annað meira töff en hitt? Er karlmennska bara fyrir stráka og kvenleiki bara fyrir stelpur? Hvernig birtast staðalímyndir um kynin, fatlað fólk og hinsegin fólk? Af hverju er veruleikinn okkur alltaf sýndur með filter? Er einhver ein ímynd meira ráðandi en aðrar? Megum við vera eins og við viljum óháð kyni, stöðu og uppruna? Hvernig tengist þetta kynhneigð? Og hvað koma fornöfn málinu við?
 
Markmið kynjafræðikennslunnar í Háskóla unga fólksins er að færa nemendum tæki til þess að greina stöðu kynjanna og setja í samhengi við eigið líf. Fjallað verður um birtingarmyndir misréttis í samfélaginu m.a. út frá auglýsingum, samfélagsmiðlum, völdum og forréttindum, stjórnmálum, fordómum og ofbeldi. Einnig verður fjallað um tækifæri til andófs og breytinga.
 
Kennari: Svandís Anna Sigurðardóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskóla Íslands.